Eftir að hafa verið skilin að borði og sæng í tíu ár eru Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, og Marie Shriver loks formlega skilin.
Dómari skrifaði loks undir lokapappírana fyrr í desember og efra dómstig í Los Angeles í Kaliforníu hefur staðfest skilnaðinn.
Skilnaðurinn dróst á langinn vegna flókinnar skiptingu eigna þeirra Schwarzeneggers og Shriver en fyrirkomulagið hefur ekki verið gert opinbert.
Hin nýskildu hjón gengu í það heilaga árið 1986 og gerðu ekki með sér kaupmála. Því flæktust málin þegar þau sóttu um skilnað árið 2011.