Stjörnurnar sem kvöddu árið 2021

Helen McCrory, Filippus hertogi, Sarah Harding og Stephen Sondheim féllu …
Helen McCrory, Filippus hertogi, Sarah Harding og Stephen Sondheim féllu frá á þessu ári.

Nú þegar árið er senn á enda er tími til að staldra við og minnast þeirra sem kvöddu á árinu.

Larry King

Fjölmiðlamaðurinn Larry King lést í janúar á þessu ári, 87 ára að aldri. Tíu dögum fyrir andlátið hafði hann verið lagður inn á spítala með kórónuveiruna. Hann náði sér af henni en lést af völdum blóðeitrunar.

Sir Tom Moore

Kapteinn sir Tom Moore lést einnig í janúar. Hann var 100 ára að aldri og vakti athygli í heimsfaraldrinum þegar hann gekk fram og til baka í garðinum sínum til að safna fyrir breska heilbrigðiskerfinu. Moore barðist í síðari heimsstyrjöldinni fyrir breska herinn og var sleginn til riddara af Elísabetu II Bretlandsdrottningu á 100 ára afmæli sínu, 30. apríl 2020.

Christopher Plummer

Stórleikarinn Christopher Plummer lést 91 árs að aldri í febrúar. Hann var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í Söngvaseiði. Hann hlaut Óskar­sverðlaun árið 2012 sem besti leik­ari í auka­hlut­verki fyr­ir hlut­verk í kvik­mynd­inni Beg­inners.

Filippus hertogi af Edinborg

Filippus hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar II Bretlandsdrottningar, lést hinn 9. apríl á þessu ári eftir veikindi. Hann var 99 ára að aldri. Hann var borinn til grafar 17. sama mánaðar.

Helen McCrory

Breska leikkonan Helen McCrory lést 52 ára að aldri í apríl. Hún fór með hlutverk í fjölda breskra kvikmynda og þátta, þar á meðal Peaky Blinders og Harry Potter. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein en hún lætur eftir sig eiginmanninn Damian Lewis.

DMX

Rapparinn Earl Simmons, betur þekktur undir listamannsnafninu DMX, lést fimmtugur að aldri. Hann fékk hjartaáfall eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Honum var haldið sofandi í nokkra daga en lést svo. 

Samuel E. Wright

Leikarinn Samuel E. Wright lést 74 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann talaði fyrir krabbann Sebastían í Litlu hafmeyjunni og lék Múfasa í fyrstu uppfærslu Konungs ljónanna á Broadway.

Charlie Watts

Trommuleikarinn Charlie Watts lést á þessu ári, áttræður að aldri. Watts var trommuleikari hljómsveitarinnar Rolling Stones frá árinu 1963.

Una Stubbs

Enska leikkonan Una Stubbs lést 74 ára í ágúst á þessu ári. Hún var þekktust fyrir að fara með hlutverk í Till Death Us Do Part, Sherlock, EastEnders og Worzel Gummidge.

Ed Asner

Leikarinn Ed Asner féll frá 91 árs gamall. Asner hlaut sjö Emmy-verðlaun á ferli sínum. Hann fór meðal annars með hlutverk ekkilsins Carls Fredericksens í teiknimyndinni Up.

Sarah Harding

Tónlistarkonan Sarah Harding lést úr brjóstakrabbameini aðeins 39 ára gömul í september. Hún var í hljómsveitinni Girls Aloud um árabil.

Michael K. Williams

Leikarinn Michael K. Williams lést aðeins 54 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum The Wire og Boardwalk Empire.

Willie Garson

Leikarinn Willie Garson féll frá í október eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 57 ára gamall. Garson var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk Stanfords Blatch í Sex and the City.

James Michael Tyler

Leikarinn James Michael Taylor lést úr krabbameini 59 ára gamall. Hann fór með hlutverk Gunthers í þáttunum vinsælu Friends. 

Stephen Sondheim

Söngleikjaskáldið Stephen Sondheim lést skyndilega 91 árs gamall, degi eftir að hann hafði fagnað þakkargjörðarhátíðinni. Hann samdi meðal annars söngleikinn West Side Story en eftir hann liggur fjölda verka. Hann hlaut einnig fjölda verðlauna fyrir verk sín.

Virgil Abloh

Tískuhönnuðurinn Virgil Abloh lést 41 árs gamall eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Abloh var meðal annars stofnandi fyrirtækisins Off White. Hann var listrænn stjórnandi tískumerkisins Louis Vuitton frá árinu 2018. 

Terence Williams

Terence Williams, stofnandi UB40, féll frá í nóvember síðastliðnum. Hann var 64 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup