Þegar Vera Illuga leitaði Múmínálfanna

Eitt sinn leitaði Vera Illugadóttir að síðasta Múmínálfaþættinum, og fann.
Eitt sinn leitaði Vera Illugadóttir að síðasta Múmínálfaþættinum, og fann.

Illugi Jökulsson, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, birti skjáskot af skemmtilegri auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 9. júlí árið 1992. Þá hafði hann sent inn til blaðsins og auglýst eftir „síðasta Múmínálfaþættinum“ á spólu þar sem barnung dóttir hans hafði misst af þættinum vegna ferðalaga. 

Dóttir Illuga er Vera Sóley Illugadóttir, sem þarna hefur verið á sínu þriðja ári og greinilega forfallinn aðdáandi múmínálfanna. Vera er í dag einn þekktasti útvarpsmaður Íslands en hún heldur úti útvarpsþáttunum Í ljósi sögunnar sem eru á dagskrá Rásar 1 á föstudögum. Þá hlaut hún sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir þætti sína.

Auglýsingin hljóðar svo:

„Lítil stúlka, Vera Sóley, sem lifir og hrærist í heimi múmínálfanna, lagðist í ferðalög um helgina og missti af síðasta þætti um þessa ágætu álfa. Hafi nú einhver tekið þennan þátt upp á myndband og gæti lánað Veru hann einn eftirmiðdag eða svo myndi sá hinn sami ávinna sér ævarandi þakklæti litlu stúlkunnar. Síminn er 17646.“

Í athugasemdum við færsluna spyr Elísabet Kristín Jökulsdóttir, systir Illuga, hvernig hafi farið og segir Illugi að streymt hafi til þeirra fólk með spólur. Vera sjálf bætti svo við að hún hefði sent öllum þeim sem komu með spólur kort á helstu stórhátíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup