Hreifst af 23 árum eldri mótleikkonu

Fyrsta stiklan úr Harry Potter: Aftur til Hogwarts er komin …
Fyrsta stiklan úr Harry Potter: Aftur til Hogwarts er komin út. Skjáskot/Youtube

Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe viðurkennir að hafa verið skotinn í mótleikkonu sinni, Helenu Bonham Carter, þegar þau léku saman í ævintýrinu um Harry Potter á árunum 2007-2011. Helena Bonham Carter fór með hlutverk galdrakonunnar Bellutrix Lestrange. 

Radcliffe segist hafa sent Carter bréf á sínum tíma til að segja henni af hrifningunni. „Kæra Helena Bonhan Carter, það var mér sannur heiður að vera mótleikari þinn og eins konar glasamotta því ég endaði alltaf á því að halda á kaffinu þínu,“ byrjaði hann bréfið. „Ég elska þig og ég vildi óska þess að ég hefði fæðst tíu árum fyrr svo ég hefði kannski átt möguleika á þér,“ sagði Radcliffe og játaði þar með hrifningu sína á Carter, sem er 23 árum eldri en hann. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá. 

Ævintýrið um galdrastrákinn Harry Potter hóf göngu sína fyrir 20 árum og af því tilefni verður frumsýndur svokallaður afmælisþáttur kvikmyndanna hinn 1. janúar 2022. Afmælisþátturinn verður sýndur á erlendu efnisveitunni HBO Max og bíða eflaust fjöldamargir Harry Potter-aðdáendur eftir endurkomu þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup