Öskureið og miður sín

Sarah Jessica Parker er sögð öskureið og miður sín yfir …
Sarah Jessica Parker er sögð öskureið og miður sín yfir ásökununum gegn Chris Noth. Dimitrios Kambouris

Leik­kon­an Sarah Jessica Par­ker er sögð vera bæði fjúk­andi reið og miður sín vegna þeirra ásak­ana sem komið hafa fram á hend­ur leik­ar­an­um Chris Noth. Fjór­ar kon­ur hafa stigið fram og annaðhvort greint frá kyn­ferðis­legri mis­notk­un eða óviðeig­andi hegðun hans. 

„Hún finn­ur fyr­ir sterkri varn­ar­til­finn­ingu gagn­vart Carrie Brads­haw og er öskureið yfir að hún og all­ir aðrir hafi verið sett­ir í þessa stöðu. Þetta snýst ekki um pen­ing­inn, held­ur orðsporið. Carrie hjálpaði kon­um, og núna, á henn­ar vakt, segja kon­ur að þær hafi verið særðar,“ sagði heim­ildamaður Us Weekly um málið.

Par­ker fer með hlut­verk Carrie Brads­haw í þátt­un­um Sex and the City en ný­verið komu út fram­haldsþætt­irn­ir And Just Like That. Má segja að ásak­an­ir gegn Noth hafi varpað skugga á út­komu þátt­anna en hann fer með hlut­verk elsk­huga Brads­haw, Mr. Big. 

Vik­una eft­ir að fyrstu tveir þætt­irn­ir komu út greindi The Hollywood Report­er frá því að tvær kon­ur hefðu sett sig í sam­band við fjöl­miðlinn og lýst grófu kyn­ferðisof­beldi af hálfu leik­ar­arns. Tvær aðrar kon­ur hafa stigið fram síðan.

„Hún tek­ur það mjög al­var­lega að leika Carrie Brads­haw. Því fylgja mik­il völd, og mikl­um völd­um fylg­ir mik­il ábyrgð, og þótt SJP viti að þetta snú­ist um hann, ekki hana, þá líður henni eins og hún hafi brugðist öll­um,“ sagði heim­ildamaður­inn.

Par­ker og Cynt­hia Nixon og Krist­in Dav­is, sem einnig leika í Sex and the City, sendu frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu stuttu eft­ir að kon­urn­ar stigu fram. Þar sögðust þær standa með kon­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant