Tíu heitustu Hollywood-pör ársins

Bennifer 2.0 varð að veruleika árið 2021.
Bennifer 2.0 varð að veruleika árið 2021. Skjáskot/Instagram

Ástin blómstraði sem aldrei fyrr hjá stærstu stjörnum heims á árinu. Það að vera elskaður og fá tækifæri til að elska aðra manneskju af öllu hjarta eru sennilega tilfininningar sem spanna allt rófið. Ástin er óútreiknanleg en á sama tíma er hún ein af grunnþörfum manneskjunnar.

Hér kemur listi yfir heitustu pörin í Hollywood sem fundu ástina á árinu sem er að líða:

1. Jennifer Lopez og Ben Affleck

Búmm! Árið 2021 leit frekar leiðinlega út í fyrstu en þökk sé Jennifer Lopez og Ben Affleck varð það ekki eins slæmt og það leit út fyrir að ætla að verða. Það er óhætt að segja að það sé líf í gömlum glæðum því í febrúar hófst ástarsamband Bennifer á nýjan leik þegar þau áttu í bréfaskriftum hvort við annað. Á þeim tíma var Lopez trúlofuð Alex Rodriguez en hún batt enda á sambandið um leið og Affleck kom aftur til sögunnar. Affleck og Lopez áttu í ástarsambandi fyrir 17 árum en tóku upp þráðinn aftur á árinu og hafa verið óaðskiljanleg síðan. 

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. AFP

2. Travis Barker og Kourtney Kardashian

Turtildúfurnar Travis Barker og Kourtney Kardashian hafa verið ansi náin á árinu sem er að líða. Parið hefur átt í vinasambandi um áranna skeið en aldrei viðurkennt að eitthvað meira gæti legið í loftinu. Síðasta vor opinberuðu þau svo ástarsamband sitt og hefur slefan varla slitnað á milli þeirra síðan. Þau verja öllum stundum saman. Í október trúlofaði parið sig og hafa sögusagnir verið á kreiki um að brúðkaupsundirbúningur sé í fullum gangi og þau muni játast hvort öðru á næsta ári. 

Hamingjan skín af þeim Barker og Kardashian.
Hamingjan skín af þeim Barker og Kardashian. Skjáskot/Instagram

3. Megan Fox og Machine Gun Kelly

Leikkonan og fyrirsætan Megan Fox kolféll fyrir tónlistarmanninum Machine Gun Kelly á árinu. Parið hafði farið á nokkur stefnumót í blálok síðasta árs en Megan Fox skildi opinberlega við eiginmann sinn til 11 ára, Brian Austin Green, fyrr á þessu ári. Parið hefur varið miklum tíma saman og voru fljót að kynna börnin sín hvert fyrir öðru. Það hefur einkennt samband þeirra að sjokkera heimsbyggðina með kossaflensi og djörfum fatnaði á rauðum dreglum hingað og þangað á alls kyns viðburðum.  

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. AFP

4. Ariana Grande og Dalton Gomez

Á síðasta ári fór að hitna í kolunum hjá söngkonunni Ariönu Grande og fasteignasalanum Dalton Gomez. Þau staðfestu þó ekki samband sitt fyrr en í byrjun þessa árs og innsigluðu svo ástina með því að gifta sig í maí. Ariana Grande var lengi að ná sér eftir fráfall fyrrverandi kærasta hennar til langs tíma, Macs Millers, sem lést af of stórum skammti af eiturlyfjum árið 2018. Nú hefur hún fundið ástina aftur í hjarta Gomez.

Dalton Gomez og Ariana Grande á brúðkaupsdaginn.
Dalton Gomez og Ariana Grande á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

5. Kim Kardashian og Pete Davidson

Óvæntasta par ársins er hér með kynnt til leiks. Athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson hafa verið að slá sér upp síðustu vikur og mánuði og settu þar með heimsbyggðina á hliðina. Margir héldu að Kardashian myndi fara aftur í faðminn á fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West, en hún sótti um skilnað við hann í febrúar á þessu ári. Ástarævintýri Kardashian og Davidsons hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðustu misseri en þau hafa varið miklum tíma saman, bæði tvö ein en líka ásamt fjölskyldum sínum. 

Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar.
Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar. Skjáskot/Instagram

6. Adele og Rich Paul

Söngkonan Adele kom heldur betur til baka með pomp og prakt á árinu en hún hafði haldið sig svolítið til hlés eftir skilnaðinn við fyrrverandi eignmann sinn. Árið var stórt fyrir Adele en hún hefur aldrei litið betur út og svo gaf hún líka út nýja plötu sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Íþróttaumboðsmaðurinn Rich Paul kom inn í líf Adele um mitt árið en þau sáust fyrst saman á körfuboltaleik í júlí. Síðan þá hafa þau varla vikið hvort frá öðru en instagramreikningar þeirra bera þess merki. 

Adele og Rich Paul.
Adele og Rich Paul. AFP

7. Zendaya og Tom Holland

Þrálátar sögusagnir hafa verið á kreiki síðustu ár um að leikararnir Zendaya og Tom Holland væru að slá sér upp. Þær sögusagnir höfðu þó aldrei komist neitt lengra fyrr en á árinu. Rómantíkin hefur blómstrað sem aldrei fyrr hjá Spiderman-leikurunum á þessu ári en parið hefur verið mikið í umræðunni, þá einna helst vegna þeirrar staðalímyndar að karlar eigi að vera hávaxnari en konur. Zendaya er tæplega 180 cm á hæð og er talin hávaxinn kvenmaður. Hún er því um það bil tíu sentímetrum hærri en kærastinn því hann er um 170 cm. Hæðin virðist ekki skipta þau neinu máli miðað við einlæga ást sem þau hafa sýnt hvort öðru á árinu.

Tom Holland og Zendaya eru par.
Tom Holland og Zendaya eru par. AFP

8. Harry Styles og Olivia Wilde

Ástarævintýri tónlistarmannsins Harrys Styles og leikkonunnar Oliviu Wilde var haldið frekar leynilegu í fyrstu þar til myndir af þeim birtust opinberlega í byrjun árs þar sem þau sáust haldast í hendur. Eftir það leyfðu þau sér að njóta ástarinnar á opinberum vettvangi fyrir allra augum og virðast þau eiga vel saman þrátt fyrir 10 ára aldursmun.

Harry Styles og Olivia Wilde sáust haldast í hendur.
Harry Styles og Olivia Wilde sáust haldast í hendur. Samsett mynd

9. Channing Tatum og Zoë Kravitz

Leikaraparið Channig Tatum og Zoë Kravitz eru bæði þekkt fyrir að reyna láta lítið á sér bera. Þrátt fyrir það hefur sést mikið til þeirra upp á síðkastið og þá sérstaklega eftir að ástarsamband þeirra fékkst staðfest á Met Gala-hátíðinni sem fram fór í september. Síðastliðið ár hefur verið stórt fyrir Kravitz því hún skildi við eiginmann sinn til 18 mánaða, Karl Glusman, í byrjun árs.

Zoë Kravitz og Channing Tatum.
Zoë Kravitz og Channing Tatum. Samsett mynd

10. Olivia Munn og John Mulaney

Ástarsamband leikkonunnar Oliviu Munn og uppistandarans Johns Mulaneys vakti mikla athygli á árinu. Mulaney skildi við eiginkonu sína til sex ára, Önnu Marie Tendler, fyrr á árinu. Margir halda því fram að Munn og Mulaney hafi verið byrjuð að stinga saman nefjum áður en skilnaðurinn kom til en það hefur ekki fengist formlega staðfest. Olivia Munn varð fljótlega ófrísk eftir að sambandið var gert opinbert og eignuðust þau sitt fyrsta barn saman í lok nóvember. 

John Mulaney og Olivia Munn.
John Mulaney og Olivia Munn. Pinterest/Samsett mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup