Ein ástsælasta leikkona Bandaríkjanna, Betty White, er látin aðeins örfáum dögum fyrir 100 ára afmæli sitt.
Betty White var sjónvarpsstjarna og frumkvöðull á sínu sviði á árdögum sjónvarpsefnis. White var sömuleiðis þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum dýra og dýravelferð.
Hún fæddist í Illinois árið 1922, varð ein af fyrstu sjónvarpsstjörnum sögunnar og átti feril í leiklist sem spannaði fyrir átta áratugi.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir í tísti sínu, þar sem hann vottar aðstandendum White samúð sína, að hún hafi kallað fram bros á hvert einasta andlit fleiri kynslóða Bandaríkjamanna.
Betty White brought a smile to the lips of generations of Americans. She’s a cultural icon who will be sorely missed. Jill and I are thinking of her family and all those who loved her this New Year’s Eve.
— President Biden (@POTUS) December 31, 2021