Heitasti leikarinn vill ekki vera fallegur

Franski leikarinn Lucas Bravo leikur í Emily í París sem …
Franski leikarinn Lucas Bravo leikur í Emily í París sem sýndir eru á Netflix. Skjáskot/Instagram

Franski leikarinn Lucas Bravo er þekktur fyrir að leika guðdómlega kokkinn Gabriel í þáttunum Emily í París á Netflix. Í nýju viðtali segir hann það ekki tekið út með sældinni að vera myndarlegur leikari og komið sé fram við hann eins og kyntákn. 

„Þú getur ekki verið fallegur og verið gáfaður eða með dýpt. Ég fékk alltaf hlutverk á borð við heimska íþróttakennarann,“ sagði Bravo í viðtali við Times að því er fram kemur á vef New York Post. „Það er erfitt að brjóta þá ímynd. Ég er auðvitað ekki að kvarta en þetta er raunveruleikinn.“

Bravo fékk á sig þá ímynd að hann væri hjartaknúsari þegar hann lék í Emily í París. Hann viðurkennir að hann reyni að halda sér í formi og það fylgi því mikil pressa að passa í þá ímynd sem þættirnir bjuggu til. „Mig langar ekki að vera fullkominn,“ sagði Bravo. „Ég hef reynt að vinna gegn því. Þeir vilja ekki myndarlega menn í Frakklandi. Þeir vilja brotin andlit.“

Auk þess að þurfa að berjast meira fyrir alvarlegri hlutverkum höfðu skyndilegar vinsældir þáttanna sína galla. Bravo sagðist hafa verið hlutgerður á einni nóttu vegna þess hvernig hann lítur út. 

„Ég held að það að vera frægur sé það versta sem getur komið fyrir þig. Það er bara reykur. Það þýðir ekki neitt,“ sagði Bravo. Að hans mati varð hann frægur allt of hratt og ferill hans er núna á leiðinni í allt aðra átt en hann ætlaði sér. „Ég er frá París og við auðvitað kvörtum endalaust. Það eru trúarbrögð okkar,“ sagði leikarinn vinsæli. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar