Keypti hús og lætur rífa það

Kanye West keypti hús og ætlar að láta rífa það.
Kanye West keypti hús og ætlar að láta rífa það. AFP

Bandaríski fjöllistamaðurinn Kanye West ætlar að láta rífa hús sem hann festi nýverið kaup á. Húsið er í Hidden Hills í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og er beint á móti húsi hans og fyrrverandi eiginkonu hans Kim Kardashian. 

West og Kardashian standa nú í skilnaði en hún býr í gamla húsinu þeirra ásamt börnum þeirra fjórum.

West keypti húsið á 4,5 milljónir bandaríkjadala og er hann sagður hafa keypt það aðeins staðsetningarinnar vegna. Vill hann vera nær börnum sínum eftir skilnaðinn. Þar á undan keypti hann stærðarinnar hús í Malibu, sem er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá heimili Kardashian. Hefur honum þótt húsið ekki nægilega nálægt fjölskyldunni og því keypti hann hitt húsið líka. 

Húsið í götu Kardashian var byggt árið 1955 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá því að það var byggt. Í því eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar