Milljarðamæringur þyngdist um fimm kíló

Tyler Perry.
Tyler Perry.

Milljarðamæringurinn Tyler Perry meiddi sig í hnénu og byrjaði að þyngjast þegar haustaði. Perry er góður vinur Opruh og lánaði Harry og Meghan hús sitt þegar þau komu til Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki að gefast upp fyrir aukakílóunum. 

Perry birti mynd af sér á Instagram sem hann tók í kringum 52 ára afmælið í september. Þá gekk honum vel í ræktinni og var ánægður með sjálfan sig. Stuttu seinna meiddi hann sig í hnénu og þurfti að fara í aðgerð. „Ég hef þyngst um rúm fimm kíló síðan þá. Ég var nálægt markmiðinu en núna líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt,“ skrifaði Perry.

Kvikmyndaframleiðandinn, sem ólst upp í fátækt en er nú gríðarlega ríkur, þekkir það þegar á móti blæs. Hann ætlar því ekki að gefast upp og segir að lífið sé stundum þannig að það komi í veg fyrir að fólk nái markmiðum sínum. „Svo lengi sem þú andar verðurðu að halda áfram að berjast. Ég held áfram þegar ég næ bata. Gleðilegt nýtt ár! Höldum áfram árið 2022.“

Harry og Meghan í viðtali við Opruh Winfrey.
Harry og Meghan í viðtali við Opruh Winfrey. AFP

Þegar Harry og Meg­h­an fluttu til Banda­ríkj­anna voru þau sögð búa í glæsi­hýsi Tylers Perrys og honum lýst sem einum ríkasta manninum í skemmtanaiðnaðinum. Þau ætluðu sér þó aldrei að búa lengi í Los Ang­eles en það var þægi­legt á þeim tíma þar sem móðir Meg­h­an býr í borg­inni. Þau keyptu sér seinna hús á öðrum stað í Kaliforníu. 

View this post on Instagram

A post shared by Tyler Perry (@tylerperry)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar