Fríða hlaut bjartsýnisverðlaunin

Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin í dag á Bessastöðum.
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin í dag á Bessastöðum. Ljósmynd/Aðsend

Fríða Ísberg, ljóðskáld og rithöfundur, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2021 en Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin í dag á Bessastöðum.

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981 og eru þau hugsuð sem viðurkenning og hvatning fyrir íslenska listamenn.

Í verðlaun hlaut Fríða áletraðan grip úr áli frá ISAL í Straumsvík og eina milljón króna í verðlaunafé. 

Hún lauk meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2017 og BA-prófi í heimspeki árið 2014 frá sama skóla. Fríða hefur unnið við ritlist lengi og hlotið ýmsar viðurkenningar. 

Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup