Syrgir afa sinn sem lést úr Covid-19

Ellie Brown ásamt móðurafa sínum og litla bróður.
Ellie Brown ásamt móðurafa sínum og litla bróður. Skjáskot/Instagram

Breski áhrifavaldurinn og Love Island-stjarnan Ellie Brown syrgir móðurafa sinn sáran eftir að hann lést af völdum kórónuveirunnar á dögunum aðeins 67 ára að aldri.

„Elsku afi, þú sem varst aðeins 67 ára og heilbrigður. Ég er í svo miklu áfalli,“ sagði Brown í sárum þegar hún birti myndaröð til minningar um afa sinn á Instagram fyrr í vikunni.  

Brown deildi gömlum myndum og nýjum af sér og afa sínum til að heiðra minningu hans og til að minna á hversu skæð veiran getur verið. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

„Covid er ótrúlega ógnvekjandi og ófyrirsjáanlegur sjúkdómur,“ sagði Brown. „Mér þykir þetta svo leitt. Ég mun elska þig að eilífu, afi,“ bætti hún við og augljóst að hún var mikil afastelpa.

Samkvæmt nýjustu tölum frá breska ríkinu, sem má finna inni á GOV, hafa 171 þúsund dauðsföll verið færð til bókar þar í landi sem rekja má til kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar