This is Us-leikarinn Justin Harley gekk í hjónaband með leikkonunni Sofiu Pernas í mars. Þau kynntust fyrst þegar þau léku saman í þáttunum The The Young and the Restless á árunum 2015 til 2016. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum síðar að rétta tækifærið kom.
„Við unnum ekki saman það náið og ekki það lengi. Ég vissi að hún væri mjög ljúf og góð. Ég kunni vel við að vera í kringum hana en ég var á allt öðrum stað þá. Ég var ekki á lausu. Tímasetning skiptir öllu. Ég er mjög heppinn að hafa ekki bara hitt þá einu réttu heldur að hafa hitt hana þegar hún var á lausu og á rétta tímanum,“ sagði Hartley í viðtali við Haute Living.
Þegar Hartley kynntist núverandi eiginkonu sinni fyrst var hann kvæntur raunveruleikastjörnunni Chrischell Stause úr netflixþáttunum Selling Sunset. Þau byrjuðu saman 2014 og gengu í hjónaband 2017. Hartley sótti um skilnað árið 2019 og virtist það koma Stause nokkuð á óvart í þáttunum.
Leikarinn segir hjónaband ekki þurfa að vera erfitt. „Þú elskar þessa manneskju bara svo mikið. Jafnvel þótt þið hafið bara verið gift í nokkra mánuði þá er erfitt að muna hvernig lífið var án hennar. Þegar ég hitti hana aftur vissi ég það bara.“