Tónlistarmaðurinn Kanye West er aðeins farinn að þreifa fyrir sér sem einhleypur maður. Um liðna helgi sást til hans á stefnumóti með leikkonunni Juliu Fox þar sem þau nutu kvöldverðar saman á veitingastað í Miami.
Óvíst er hvert þetta stefnumót leiðir en parið virtist njóta samverunnar og félagskapar hvort annars á meðan þau snæddu fína rétti á Carbone, sem er ítalskur veitingastaður. Fréttamiðillinn TMZ greindi frá.
Kanye West hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hefur hvað eftir annað reynt að endurheimta fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, en hún hefur gert honum ljóst að það sé ekkert nema óskhyggja.
Kim Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári en lögskilnaður þeirra fór formlega í gegn í desember. Þau Kardashian og West eiga saman börnin fjögur; North, 8 ára, Saint, 6 ára, Chicago, 4 ára, og Psalm, 2 ára.