Ráðherra sendi kvörtun vegna Emily in Paris

Lily Collins fer með aðalhlutverkið í Emily in Paris.
Lily Collins fer með aðalhlutverkið í Emily in Paris. mbl.is/skjáskot Instagram

Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu, hefur sent kvörtun til streymisveitunnar Netflix yfir því hvernig persóna frá Kíev er látin líta út í þáttunum Emily in Paris. 

Önnur sería Emily in Paris kom inn á streymisveituna yfir jólahátíðirnar en hún segir af ungri bandarískri konu, sem leikin er af Lily Collins, sem flytur til Parísar í Frakklandi og lætur drauminn rætast. 

Í annarri þáttaröð er hin úkraínska Petra kynnt til sögunnar, en hún stelur meðal annars úr búð ásamt hinni bandarísku Emily. Petra er leikin af úkraínsku leikkonunni Dariu Panchenko og er hún sögð hafa lélegt tískuvit og vera hrædd við að vera send úr landi. 

„Í Emily in Paris sjáum við óviðunandi mynd af úkraínskri konu. Það er móðgandi. Sér heimurinn fólk frá Úkraínu svona?“ skrifaði Tkachenko. 

Samkvæmt úkraínskum fjölmiðlum hefur ráðherrann sent streymisveitunni bréf og kvartað yfir Petru. Úkraínskur íbúi í París hefur tekið undir orð ráðherrans en þó eru ekki allir sammála honum. 

Úkraínski leikstjórinn Natalka Yakymovych var til dæmis ekki sammála ráðherranum. „Í sjónvarpsþáttum, mega þá allar illa liðnar persónur vera frá hvaða landi sem er nema Úkraínu? Auðvitað vildum við öll að hún væri frá Moskvu, en maður fær ekki alltaf það sem maður vill,“ sagði Yakymovych.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þættirnir Emily in Paris eru gagnrýndir fyrir hvernig fólk frá mismunandi þjóðum er sýnt í þáttunum. Þegar fyrsta serían var sýnd voru þættirnir harðlega gagnrýndir í Frakklandi fyrir það í hvaða ljósi franska þjóðin var sýnd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar