Það varð uppi fótur og fit á meðal aðdáenda fyrirsætunnar Kendall Jenner um liðna helgi þegar hún birti myndir af sér og kærasta sínum, körfuboltamanninum Devin Booker. Ástæðan var gullhringur sem hann sást bera á baugfingri á vinstri hendi.
„Tekur einhver annar eftir hringnum?“ velti einn aðdáandi af fjölmörgum fyrir sér þar sem ýmsar getgátur eru um hvort parið hafi látið verða að því að innsigla ástina inn í nýja árið.
„Er þetta giftingarhringur á hendinni hans?“ spurði annar og viðbrögðin við athugasemdinni létu ekki á sér standa. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.
Parið varði áramótunum saman í notalegu og fallegu umhverfi við sveitasetur í útjaðri en þau hafa verið saman síðan í apríl á síðasta ári. Kendall Jenner virðist laðast að körfuknattleiksmönnum en áður en þau Booker fóru að stinga saman nefjum hafði hún átt vingott við þrjá aðra leikmenn NBA-deildarinnar; Jordan Clarkson, Blake Griffin og Ben Simmons. Þau sambönd entust þó aldrei lengi.