Lést af náttúrulegum orsökum

Betty White lést af náttúrulegum orsökum.
Betty White lést af náttúrulegum orsökum. AFP

Jeff Witjas, umboðsmaður leikkonunnar Betty White, segir að leikkonan hafi látist af náttúrulegum orsökum. White lést á gamlársdag 99 ára gömul. 

„Betty lést í svefni á heimili sínu,“ sagpi Witjas í tilkynningu til fjölmiðla vestanhafs í gær. Hann sagði leikkonuna ekki hafa fengið örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 nýlega, en sögusagnir höfðu verið á kreiki að leikkonan hafi fengið örvunarskammt hinn 28. desember. 

„Fólk hefur sagt að andlát hennar tengist því að hún hafi fengið örvunarskammt þremur dögum áður, en það er ekki rétt. Hún lést af náttúrulegum orsökum. Það ætti ekki að spinna pólitískt mál í kringum andlát hennar, það er ekki eins og hennar líf var,“ sagði umboðsmaðurinn. 

White var ein ástsælasta leikkona Bandaríkjanna og átti að baki áratuga langan feril í Hollywood. Hún lést aðeins nokkrum dögum áður en hún fagnaði 100 ára afmæli sínu, hinn 17. janúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar