Donald Trump yngri trúlofaður

Donald Trump og Kimberly Guilfoyle.
Donald Trump og Kimberly Guilfoyle. Skjáskot/Instagram

Donald Trump yngri er búinn að trúlofa sig. Hann er reyndar sagður hafa beðið Kimberly Guilfoyle fyrir ári en þau hafi haldið því leyndu þangað til að fjölmiðlar komust á snoðir um trúlofunina á dögunum. 

„Don og Kim trúlofuðu sig á gamlárskvöld 2020, sem er afmælisdagur Dons. Þau hafa verið saman í næstum því fjögur ár núna og hafa verið vinir í 15 ár,“ sagði heimildarmaður Daily Mail. 

Elsti sonur Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á fimm börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Vanessu Kay Haydon. Guilfoyle á eitt barn með fyrrverandi eiginmanni sínum. 

Heimildarmaðurinn heldur því fram að parið hafi ekki verið að fela trúlofun sína þrátt fyrir að hafa ekki tilkynnt hana opinberlega. Guilfoyle hefur verið dugleg að ganga með rándýran trúlofunarhringinn. Ekki er vitað hvenær parið ætlar að gifta sig. Trump-fjölskyldan er mjög ánægð með Guilfoyle og þá sérstaklega Donald Trump eldri. Hún starfaði meðal annars sem ráðgjafi forsetans í síðustu kosningabaráttu. 

Feðgarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Donald Trump Jr.
Feðgarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Donald Trump Jr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir