Leikkonan Sasha Spielberg, dóttir kvikmyndaleikstjórans Stevens Spielbergs, og Harry McNally eru trúlofuð. McNally á einnig fræga foreldra en faðir hans er veitingamaðurinn Keth McNally.
Harry greindi frá gleðifréttunum á Instagram. „Þegar Harry (McNally) bað Söshu (Spielberg) á gamlárskövld sagði hún ... já,“ skrifaði Harry og vísaði þar í kvikmyndina Þegar Harry hitti Sally (e. When Harry Met Sally).
Sasha er dóttir Spielbergs og eiginkonu hans Kate Capshaw. Hún útskrifaðist frá Brown-háskóla og hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal The Terminal og Licorice Pizza.
Faðir Harrys, Keith McNally, hefur stofnað fjölda veitingastaða í New York og var áberandi í veitingahúsalífinu þar um árabil. Harry átti hann með fyrrverandi eiginkonu sinni Lynn Wagenknecht. Hann vinnur á veitingastað fjölskyldunnar, The Odeon, og er einnig tónlistarmaður.