Hjónabandið í vaskinn á tæpum fjórum árum

Chanel Iman er að skilja.
Chanel Iman er að skilja. AFP

Victoria Secret-fyrirsætan Chanel Iman og NFl-leikmaðurinn Sterling Shepard eru að skilja. Shepard hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni að því fram kemur á vef TMZ. Parið gekk í hjónaband fyrir tæpum fjórum árum.

Shepard sem leikur með New York Giants í banda­rísku NFL-deild­inni í am­er­ísk­um fót­bolta hóf skilnaðarferlið í júní í fyrra að fram kemur í gögnum TMZ. Parið kynntist árið 2016 og byrjaði fljótlega að vera saman. Það gifti sig í mars 2018 og eignaðist sitt fyrsta barn saman í ágúst sama ár. Þau eignuðust sitt annað barn saman í desember ári seinna. 

Á vef Page Six kemur fram að hjónin séu að skilja vegna óásættanlegs ágreinings sem hefur verið til staðar lengi. Shepard sótti um sameiginlegt forræði yfir dætrum þeirra tveimur. Íþróttastjarnan vill þó að dætur þeirra hafi lögheimili heima hjá honum og fylgst verði með Iman þegar hún er með börnunum. 

Fyrirsætan Chanel Iman ásamt leikkonunni Katie Holmes árið 2019.
Fyrirsætan Chanel Iman ásamt leikkonunni Katie Holmes árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar