Victor frumsýnir Ólympíulagið

Doctor Victor í myndbandinu við lagið Embrace.
Doctor Victor í myndbandinu við lagið Embrace. Skjáskot/CGTN

Victor Guðmundsson, „Doctor Victor“, hefur svipt hulunni af laginu sem hann samdi fyrir Vetrarólympíuleikana, ásamt þremur öðrum listamönnum. Lagið heitir Embrace, að umfaðma, og táknar samstöðuna sem Ólympíuleikar standa fyrir.

Myndbandið við lagið er tekið upp í heimalöndum viðkomandi listamanna sem koma frá Íslandi, Mongólíu, Ítalíu og Kína. Má líkja laginu við boðhlaup þar sem listamennirnir skiptast á að bera keflið. Það má sjá hér fyrir neðan. Og í kínverskri útgáfu hér.

En sjón­varps­stöðin China In­ternati­onal Televisi­on Network valdi fjórmenningana til að semja lag fyr­ir leik­ana, sem hefjast 4. fe­brú­ar næst­kom­andi í Pek­ing.

Spilaður á 450 útvarpsstöðvum

Runólfur Oddsson, frændi Victors, hafði milli­göngu um þátt­töku hins síðarnefnda í þessu sam­starfi.

Íslensk náttúra er í lykilhlutverki í kaflanum sem snýr að …
Íslensk náttúra er í lykilhlutverki í kaflanum sem snýr að Victori. Skjáskot/CGTN

„Árið 2020 kynnti ég ein­um þekkt­asta út­varps­manni Kína tón­smíðar Victors. Úr varð að lag hans var spilað á út­varps­stöðinni China Radio In­ternati­onal og í fram­haldi af því á yfir 450 út­varps­stöðvum um heim all­an. Lagið sló í gegn,“ sagði Run­ólf­ur í samtali við mbl.is um áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson