Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian ætlar aldrei að taka aftur við barnsföður sínum, körfuboltakappanum Tristan Thompson. Hann viðurkenndi opinberlega í vikunni að hann hefði eignast barn með einkaþjálfaranum sínum.
Um leið og Thompson greindi frá því að hann væri faðirinn bað hann barnsmóður sína Khloé Kardashian afsökunar en þau voru saman þegar barnið kom undir. Afsökunin virðist þó ekki hafa haft tilætluð áhrif.
„Tristan vill sættast við Khloé,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. „Hann vill vinna hana aftur en hún mun aldrei taka við honum aftur eftir að hún komst að framhjáhaldinu. Þetta var kornið sem fyllti mælinn.“
Kardashian og Thompson hættu saman í maí en barnið kom í heiminn í desember. Kardashan hefur ekki tjáð sig opinberlega um afsökunarbeiðni barnsföður síns. „Fjölskyldan hennar og bestu vinir eru hennar bestu stuðningsmenn,“ sagði heimildarmaðurinn.