17 ára gamall sonur írsku söngkonunnar Sinéad O'Connor fannst látinn í gær, tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hans.
Á vef The Guardian er greint frá því að O'Connor hafi sagt frá dauða sonarins, Nevi'im Nesta Ali Shane O'Connor, á samfélagsmiðlum.
Þar segir hún að sonur hennar hafi ákveðið að „binda enda á baráttu sína“ og óskaði eftir því að „enginn fylgdi í fótspor hans“.
My beautiful son, Nevi’im Nesta Ali Shane O’Connor, the very light of my life, decided to end his earthly struggle today and is now with God. May he rest in peace and may no one follow his example. My baby. I love you so much. Please be at peace:
— Sinead The 1 And Only (@OhSineady) January 8, 2022