Skellti sér í snjóinn á baðfötunum

Nina Dobrev hræðist ekki kuldann.
Nina Dobrev hræðist ekki kuldann. Skjáskot /Instagram

Allir dagar eru bikiní-dagar hjá leikkonunni Ninu Dobrev ef marka má nýtt myndskeið á Instagram-reikningi hennar. 

Nina Dobrev, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem aðalleikkona í sjónvarpsþáttunum The Vampire Diaries á árunum 2009-2015, birti myndskeið af því þegar hún kastaði sér í blákaldan snjóskafl á baðfötum einum klæða. Fréttaveitan Page Six greindi frá. 

„Mín útgáfa af bráðnun,“ skrifaði hún við myndskeiðið sem sýnir hana fyrst í sportlegum vetrarklæðnaði en síðar í rauðu bikiníi.

Dobrev hefur verið í sambandi með snjóbrettakappanum og Ólympíumeistaranum Shaun White síðan í maí á síðasta ári. White undirbýr sig fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking um þessar mundir en leikar hefjast í febrúar. Parið virðist njóta undirbúningstímabilsins saman í snjóþöktum brekkunum.

View this post on Instagram

A post shared by Nina Dobrev (@nina)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar