Verðlaun afhent í skugga hneykslismála

Ariana DeBose vann til verðlauna fyrir leik í West Side …
Ariana DeBose vann til verðlauna fyrir leik í West Side Story á Golden Globe. AFP

Kvikmyndirnar The Power of the Dog og endurgerðin af West Side Story voru sigursælastar á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru ekki sýnd í sjónvarpi eftir að upp komst upp um hneykslismál í vor og stórstjörnur mættu ekki. 

Myndin The Power of the Dog vann verðlaun sem besta myndin í flokka dramamynda. Leikstjóri myndarinnar, Jane Campion, fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og Kodi Smit-McPhee fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þetta er aðeins í annað sinn sem mynd sem er leikstýrt af konu vinnur í þessum flokki á hátíðinni. 

Endurgerð Stevens Spielbergs á West Side Story var valin besta myndin í flokki gamanmynda. Rachel Zegler var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Ariana DeBose besta leikkona í aukahlutverki. Will Smith og Nicole Kidman fengu verðlaun fyrir leik í King Richard og Being Ricardos. 

Jane Campion fékk verðlaun á Golden Globe fyrir myndina The …
Jane Campion fékk verðlaun á Golden Globe fyrir myndina The Power of the Dog. Hér er hún ásamt leikurum myndarinnar Kirsten Dunst og Benedict Cumberbatch. AFP

Þættirnir Succession fengu flest verðlaun í flokki sjónvarpsþátta. Þættirnir voru valdir þeir bestu í flokki dramaþátta. Leikarinn Jeremy Strong var verðlaunaður fyrir leik sinn í aðalhlutverki og leikkonan Sarah Snook hlaut verðlaun fyrir leik í aukahlutverki.

Michaela Jae Rodriguez var fyrsta transkonan til þessa að vinna verðlaun fyrir leik á Golden Globe. Hún var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Pose. Kóreski leikarinn O Yeong-su var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Squid Game.

Golden Globe-verðlaunin voru afhent með óvenjulegum hætti í ár.
Golden Globe-verðlaunin voru afhent með óvenjulegum hætti í ár. AFP

Verðlaunahátíðin hefur verið mjög umdeild. Ekki tókst að fá frægan kynni á hátíðina og henni var ekki sjónvarpað eins og vanalega. Að Golden Globe standa Samtök erlendra blaðamanna í Hollywood (Hollywood Foreign Press Association). Sjónvarpsstöðin NBC ákvað að taka verðlaunin af dagskrá eftir að upp komst um spill­ingu og ósæmi­legri hegðun inn­an sam­tak­anna. Ekki bætti úr skák að ekk­ert svart fólk væri í dóm­nefnd.  

Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir hátíðinni í ár er líklegt að myndirnar sem hlutu verðlaun í ár verði í baráttu um Óskarsverðlaunin sem fara fram í lok mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup