Uppistandi með Hönnuh Gadsby sem fara átti fram 14. janúar næstkomandi hefur verið frestað til 28. október vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Afmælissýningum Ladda, sem fara áttu fram á afmælisdag hans, 20. janúar og 21. janúar, hefur verið frestað til 18. og 19. mars næstkomandi.
Í tilkynningu frá Senu segir að miðar á viðburðina gildi sjálfkrafa áfram á nýju dagsetningarnar og þurfa miðaeigendur ekkert að aðhafast, nema nýju dagsetningarnar henti ekki. Þá sé hægt að óska eftir endurgreiðslu.
Fjöldi viðburða sem fara áttu fram nú í janúar hafa verið frestað vegna núgildandi sóttvarnaráðstafana. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra greindi frá því á þriðjudag að þágildandi ráðstafanir yrðu framlengdar til 2. febrúar.