97 ára fyrrum undrabarn með nýja plötu

Umslag nýju plötunnar, sem er væntanleg í mars.
Umslag nýju plötunnar, sem er væntanleg í mars.

Ruth Slenczynska, sem þótti á sínum tíma mikið undrabarn í tónlist, ætlar að gefa út nýja plötu, 97 ára gömul, eftir að hafa skrifað undir samning við hljómplötufyrirtækið Decca.

Píanistinn, sem spilaði fyrst á skemmtun aðeins fjögurra ára, tók upp plötuna My Life in Music á síðasta ári. Þar spilar hún lög eftir Sergei Rachmaninoff og Frederic Chopin, að sögn BBC.

Hún sagði verkefnið „ótrúlegt“ og bætti við: „Hver hefur heyrt af píanista á mínum aldri að búa til nýja plötu?“

Slenczynska verður 97 ára á morgun og platan er væntanleg 18. mars.

Hún hefur komið fram á tónleikum alveg síðan á þriðja áratug síðustu aldar þegar henni var hampað sem einu helsta undrabarni sögunnar síðan Mozart kom fram á sjónarsviðið.

Fyrstu opinberu tónleikar hennar voru í Berlín þegar hún var sex ára og svo spilaði hún í París þegar hún var sjö. Hún er talin síðasti núlifandi nemandi Rachmaninoffs og sést oft með hálsmen með Faberge-eggjum sem hann gaf henni.

Slenczynska spilaði fjögurra handa dúett með Harry S. Truman, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, spilaði þegar John F. Kennedy sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna og fékk viðurkenningu frá Ronald Reagan, öðrum fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fyrsta bandaríska konan til að fagna 50 ára tónleikaferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup