Á spítala aðframkomin af sorg

Sinead O'Connor missti 17 ára son sinn á dögunum.
Sinead O'Connor missti 17 ára son sinn á dögunum. FRED TANNEAU

Búið er að leggja söngkonuna Sinead O'Connor inn á spítala aðeins örfáum dögum eftir að unglingssonur hennar lést. Sagt er að hún sé buguð af sorg. 

O'Connor birti skilaboð á netinu um að hún vildi fara og „finna Shane“. 

Síðar baðst hún afsökunar á færslunni. „Afsakið, ég hefði ekki átt að segja þetta. Ég er með lögreglunni núna á leið upp á spítala.“

„Ég biðst afsökunar á að hafa komið fólki í uppnám. Ég er týnd án barnsins míns og hata sjálfa mig. Spítalinn mun hjálpa eitthvað en bara um stund. Ég mun finna Shane. Þetta er bara frestun,“ sagði O'Connor. „Nú mun ég taka mér tíma í einrúmi til þess að syrgja.“

O'Connor, sem lýsti Shane sem ljós lífs síns, hefur verið harðorð í garð spítalans og yfirvalda fyrir að taka ekki ábyrgð á hvarfi hans og dauða. Hann hafi verið undir ströngu eftirliti á spítala vegna sjálfsvígshættu áður en hann hvarf þaðan. 

Shane O'Connor var aðeins 17 ára gamall þegar hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar