Leikarinn Adam Driver gat ekki beðið eftir því að komast úr hlutverki Maurizios Guccis þegar tökum lauk á kvikmyndinni House of Gucci. Raunar var hann svo fljótur að kveðja starfið að hann fór ekki í lokapartíið sem haldið var þegar tökunum lauk.
Það er þó ekkert nýtt fyrir Driver, sem vill aldrei fara í slík partí. Hann vill komast fljótt úr hlutverki og halda áfram með eigið líf.
„Ég skil við hlutverk mjög snögglega. Ég hef ekki farið í lokapartí síðan við kláruðum Girls. Ég vil bara komast úr karakternum og fara heim,“ sagði Driver í viðtali við W Magazine.
Driver segir hlutverk Guccis hafa verið það erfiðasta hingað til. „Ég bý ekki í sama heimi og Maurizio Gucci. Hvernig hann tekur verðmæta hluti og hendir þeim, hvað hann ber sig á fágaðan hátt, þetta var allt áhugavert. En eftir 14 tíma af því að vera Gucci var ég tilbúinn að klára þetta að eilífu,“ sagði Driver.