Er enginn partíprins

Adam Driver nennir aldrei í lokapartí.
Adam Driver nennir aldrei í lokapartí. AFP

Leikarinn Adam Driver gat ekki beðið eftir því að komast úr hlutverki Maurizios Guccis þegar tökum lauk á kvikmyndinni House of Gucci. Raunar var hann svo fljótur að kveðja starfið að hann fór ekki í lokapartíið sem haldið var þegar tökunum lauk. 

Það er þó ekkert nýtt fyrir Driver, sem vill aldrei fara í slík partí. Hann vill komast fljótt úr hlutverki og halda áfram með eigið líf. 

„Ég skil við hlutverk mjög snögglega. Ég hef ekki farið í lokapartí síðan við kláruðum Girls. Ég vil bara komast úr karakternum og fara heim,“ sagði Driver í viðtali við W Magazine

Driver segir hlutverk Guccis hafa verið það erfiðasta hingað til. „Ég bý ekki í sama heimi og Maurizio Gucci. Hvernig hann tekur verðmæta hluti og hendir þeim, hvað hann ber sig á fágaðan hátt, þetta var allt áhugavert. En eftir 14 tíma af því að vera Gucci var ég tilbúinn að klára þetta að eilífu,“ sagði Driver.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup