Eiga tvo tengdasyni í landsliðinu

Linda Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson ásamt dóttur sinni Nótt og …
Linda Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson ásamt dóttur sinni Nótt og tengdasyninum Sigvalda Birni Guðjónssyni.

Linda Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson, eigendur heilsuræktarstöðvarinnar Hress, eru stödd úti á Evrópumeistaramóti karla í handbolta sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi um þessar mundir. Ástæðan er sú að þau hjónin eiga nú tvo tengdasyni í liðinu. Dóttir þeirra Embla er með Janusi Daða Smárasyni og Nótt er með Sigvalda Birni Guðjónssyni. 

„Það var svo frábært að geta farið saman öll fjölskyldan á þetta mót og styðja við bakið á strákunum,“ segir Linda í samtali viðmbl.is. Fjölskyldan flaug út á laugardagskvöld og var mætt í höllina í gær þegar liðið sigraði Holland. Þau verða svo í stúkunni annað kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi á heimavelli. 

Nótt og Embla eru mættar út til að styðja við …
Nótt og Embla eru mættar út til að styðja við mennina sína.

„Stemningin hérna hefur komið mér alveg ótrúlega á óvart. Það er svo vel haldið utan um okkur og það eru bara allir Íslendingarnir hérna saman. Það er hefur myndast svo góð stemning í kringum liðið,“ segir Linda. 

Það eru ekki mörg hjón sem geta státað sig af tveimur tengdasonum í landsliðinu en Janus hefur verið í fjölskyldunni lengur en Sigvaldi. „Janus og Sigvaldi voru saman á herbergi á síðastaEM árið 2020. Þá voru Janus og Embla byrjuð saman og Janus hefur eitthvað hvíslað því að Sigvalda að það væri ein heimasæta á lausu,“ segir Linda og hlær en skömmu seinnalágu leiðir þeirraNóttar og Sigvalda saman. 

Hjónin ásamt Emblu og Janusi Daða Smárasyni.
Hjónin ásamt Emblu og Janusi Daða Smárasyni.

Linda segir drengina mikinn happafeng fyrir fjölskylduna og algjörlega frábæra. „Bæði Janus og Sigvaldi eru alveg ótrúlega góðir strákar. Þetta er bara vinnan þeirra, þeir þurfa að kunna að lenda í öllu, vera meiddir og sitja á bekknum. En það er svo gott að finna að þetta eru heilar sálir og góðir strákar,“ segir Linda. 

Svilarnir Sigvaldi og Janus munu ekki bara spila saman með íslenska landsliðinu því þeir eru báðir á leið til Kolstad í Noregi næsta sumar en eins og er leikur Sigvaldi með Kielce í Póllandi en Janus með Göppingen í Þýskalandi.

Linda segir sérlega gaman að geta farið saman út öll …
Linda segir sérlega gaman að geta farið saman út öll fjölskyldan og stutt við bakið á tengdasonunum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar