430 milljónir fyrir blaðsíðu

AFP

Met var sett á fimmtudag í síðustu viku þegar blaðsíða úr myndasögublaði frá árinu 1984 seldist á 3,36 milljónir dala, eða sem samsvarar 430 milljónum króna, á uppboði í Bandaríkjunum. Köngulóarmaðurinn er í brennidepli á téðri blaðsíðu en þar mun hann í fyrsta skipti hafa klæðst svarta samfestingnum sem síðar varð kveikjan að andhetjunni Venom sem Mike Zeck skóp í Super Heroes Secret Wars nr. 8 frá Marvel.

„Þetta er blaðsíðan sem vísað var til á forsíðunni! Þarna fékk Peter Parker svarta búninginn sinn,“ sagði uppboðshúsið Heritage í kynningu sinni fyrir uppboðið en síðan er númer 25 í heftinu. Byrjað var að taka við tilboðum upp á ríflega 42 milljónir króna. „En búningurinn á sér leyndamál. Hann reynist nefnilega vera lifandi og hefur sín eigin áform. Þannig varð persónan Venom til!“

Fyrra metið fyrir staka blaðsíðu í bandarísku myndasögublaði átti Hulk-blað frá 1974, þar sem kappinn Wolverine kemur fyrst við sögu. Rúmar 84 milljónir króna fengust fyrir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir