Bingóinu flýtt vegna landsleiksins

Siggi Gunnars bingóstjóri.
Siggi Gunnars bingóstjóri. Eggert Jóhannesson

Fjölskyldubingó Morgunblaðsins, mbl.is og K100 sem hefst með pompi og prakt á morgun, fimmtudag, hefur verið flýtt um hálftíma vegna landsleiks íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Morgundagurinn býður því upp á tvöfalda gleði - ekki veitir af! 

Bingófjörið með þeim Sigga Gunnars og Evu Ruzu í brúnni hefst því stundvíslega kl 18:30 á morgun, en ekki 19:00 líkt og hefð er fyrir. 

Frændaslagur Íslands við Dani hefst kl 19:30 og því er kjörið fyrir landsmenn að hita sig upp fyrir leikinn með því að spila BINGÓ.   

Ég vona að sem flestir verði með okkur Evu í bingógleðinni. Það góða við bingó er að það geta allir tekið þátt, ungir sem aldnir,“ segir bingóstjórinn Siggi Gunnars og hvetur alla til þátttöku.

Allar upplýsingar um leikreglur, bingóspjöld og beina útsendingu má nálgast með því að smella hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka