Handknattleiksamband Íslands, HSÍ, hefur tryggt sér 250 miða á leiki Íslands í milliriðlakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi um þessar mundir. Áhugasömum er bent á að senda fyrirspurn á midar@hsi.is.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að fyrirspurnir um miða hafi byrjað að berast strax í gærkvöldi eftir að ljóst var að Ísland hefði tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni.
Auk HSÍ eru ferðaskrifstofurnar Heimsferðir og Úrval Útsýn búnar að skipuleggja hópferð á leik Íslands og Danmerkur sem fer fram annað kvöld klukkan 19:30.