Bóndadagsgjöfin var ferð á EM

Eiríkur Eiríksson, Bentína Pálsdóttir, Kristinn Halldórsson og Axel Ingi Eiríksson.
Eiríkur Eiríksson, Bentína Pálsdóttir, Kristinn Halldórsson og Axel Ingi Eiríksson. mbl.is/Sonja Sif

Þeir Eiríkur Eiríksson og Kristinn Ágúst Halldórsson eru án efa meðal best giftu manna landsins. Eiginkonur þeirra gáfu þeim nefnilega ferð á leik Íslands gegn Danmörku á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi í bóndadagsgjöf í ár. Leikur Íslands fer fram í kvöld en bóndadagurinn er á morgun. Fréttaritari mbl.is náði tali af þeim Eiríki og bróður hans Axel Inga Eiríkssýni auk Kristins og Bentínu Pálsdóttur eiginkonu hans á flugvellinum í Keflavík. 

„Íslenskar konur eru orðnar svo gjafmildar í Covid,“ segir Eiríkur hress í bragði á Loksins barnum í Leifsstöð. 

Hópurinn tók skyndiákvörðun í gær að skella sér út, líkt og svo margir aðrir. Axel og Eiríkur eru bræður en Kristinn er frændi þeirra. 

„Við látum okkur ekki vanta á svona stórmót,“ segja frændurnir sem fóru einnig á EM í fótbolta í Frakklandi árið 2016. Þetta er þó í fyrsta skipti sem hópurinn skellir sér á handboltamót og fyrsta stórmótið sem Bentína er með í för.

Ætla að framlengja fram yfir Frakkaleikinn

Það er alltaf stemning á stórmótum sem Ísland tekur þátt í og það á við í þetta sinn, þó veiran skæða geri leikmönnum lífið leitt. Fimm leikmenn íslenska landsliðsins hafa greinst smitaðir í gær og í dag og munu því ekki taka þátt í næstu leikjum Íslands. Á laugardagskvöld spilar liðið við Frakka og eru þeir Eiríkur og Axel með það í kortunum að framlengja ferðina og næla sér í miða á Frakkaleikinn. „Við áttum að fara heim á morgun, en við erum að spá í að vera aðeins lengur og taka Frakkaleikinn líka. Það er að koma helgi og svo er konan að splæsa,“ segir Eiríkur.

Spurður hvort miðar á Frakkaleikinn séu komnir í hús segja bræður svo vera ekki. „Íslendingar redda sér alltaf, til að styðja strákana okkar,“ segir Eiríkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup