„Hann játar og segir sig svo úr bandinu“

Daði og Gagnamagnið keppti fyrir hönd Ísland í Eurvovision í …
Daði og Gagnamagnið keppti fyrir hönd Ísland í Eurvovision í fyrra. AFP

Einn liðsmaður Gagnamagnsins hefur sagt skilið við hljómsveitina. Hljómsveitin sem hefur ekki verið virk að undanförnu tók þátt í Eurovision í fyrra en ásakanir um þöggun hafa verið háværar á Twitter í vikunni. Álfrún Auður Bjarnadóttir sakar ónafngreindan karlkyns meðlim Gagnamagnsins um ofbeldi. 

Mbl.is hefur reynt að ná sambandi við Huldu Kristínu Kolbrúnardóttur og Daða Frey Pétursson úr Gagnamagninu í vikunni vegna málsins án árangurs. 

Hulda opnaði sig á Twitter um málið. Atvikið á að hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum. Hulda fékk skilaboð frá meintum þolanda árið 2020 þar sem meintur þolandi biður hana einnig um að halda trúnað. Í skilaboðunum sagði meintur þolandi vera búin að vinna í málinu í tvö ár og vildi enga eftirmála.

Daði og Gagna­magnið í Söngvakeppninni 2020.
Daði og Gagna­magnið í Söngvakeppninni 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuttu eftir Eurovision í sumar hafði vinkona meints þolanda samband við Huldu. „Ég skil ekkert hvað er í gangi, þar sem hún sjálf hafði ekki samband við mig þá var ég ekki viss um hvað ég ætti að gera af því ég ætlaði ekki að fara yfir hennar strik eftir að hún var búin að persónulega biðja mig að halda einhverju útaf fyrir mig tveimur árum fyrr,“ skrifaði Hulda. 

Hulda segir að Gagnamagnið hafi gert mistök á þessum tímapunkti. „Ég sendi skilaboðin á krakkana og tökum við ekki á þessu strax. Þar eru okkar mistök. Hann játar og segir sig svo úr bandinu, við ákváðum aftur að ekki opinbera það þar sem ég hélt að við værum að halda í hennar ósk að ekki opinbera.“

Álfrún Auður Bjarnadóttir er konan sem sakar meðlim Gagnamagnsins um ofbeldi og félaga hans að sama skapi um þöggun. Hún sagði sögu sína sömuleiðis á Twitter. Eftir það bað Daði hana afsökunar en frá því greinir hún í dag. 

„Ég lifði það af að heyra alla tala um hversu frábær hann er og bandið sem hann tilheyrir. Ég þurfti að heyra það frá Íslendingum og öðrum þjóðum hve mikið þau áttu skilið að sigra. Allir voru að hvetja hann áfram og óska honum góðs gengis. Meira að segja frá fólki sem vissi og nánum aðstandendum því „Daði og hinir eru saklausir“,“ skrifar Álfrún og segir að sér hafi liðið mjög illa.  

Álfrún lýsir því að meintur gerandi hennar hafi verið Sunnlendingur vikunnar og hún hafi þurft að horfa upp á fólk tala vel um meintan gerenda sinn. Álfrún gefur lítið fyrir að Hulda hafi ekki vitað um hvað málið fjallaði um enda deildi hún sögu sinni á Instgram og hún þekkt til hennar og Daða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup