Baywatch-stjarnan Pamela Anderson vill skilnað frá eiginmanni sínum, Dan Hayhurst. Anderson og Hayhurst gengu í hjónaband á aðfangadag fyrir rúmlega ári en nú er leikkonan komin með nóg.
Hayhurst var lífvörður Anderson áður en hún giftist honum eftir stutt samband. Heimildarmenn Rolling Stone segja hjónabandið búið. Anderson er sögð sækja um skilnað í Kanada þar sem hjónin búa.
Heimildarmaður Page Six segir að Anderson hafi fengið nóg vegna þess að Hayhurst hafi komið illa fram við hana. Hann var ekki góður við hana né sýndi henni stuðning. „Þau kynntust hvort öðru betur og þá áttaði Pamela sig á að Dan var í ekki sá eini rétti,“ sagði heimildarmaður.
Þetta er fimmta hjónaband Anderson sem fer í vaskinn. Hún giftist tónlistarmanninum Tommy Lee árið 1995. Þau skildu árið 1998. Hún giftist og skildi við Kid Rock árið 2006. Hún giftist svo framleiðandanum Rick Solomon tvisvar, árin 2007 og 2013, en hann lét ógilda bæði hjónaböndin innan við ári eftir að þau giftu sig.
Í janúar árið 2020 sagðist Anderson hafa gifst kvikmyndaframleiðandanum Jon Peters. Áttu dögum seinna greindi hún frá því að þau væri hætt saman. Hún opnaði sig síðar um að þau hafi aldrei verið löglega gift.