Downton Abbey-leikkonan Michelle Dockery er trúlofuð Jasper Waller-Bridge. Sex ár eru síðan að unnusti Dockery, John Dineen, féll frá. Stjörnuparið greindi frá trúlofuninni í The Times að því fram kemur á vef Hello.
Hin fertuga Dockery og hinn 34 ára gamli Waller-Bridge eru talin hafa kynnst í gegnum sameiginlega vini árið 2019. Waller-Bridge er bróðir Phoebe Waller-Bridge úr hinum vinsælu Fleabag þáttum.
Dockery missti unnusta sinn í desember árið 2015 eftir baráttu við krabbamein aðeins 34 ára. Þó svo þau hefðu ekki verið gift leit hún á sig sem ekkju. „Við vorum trúlofuð og gift innst inni svo ég tel mig vera ekkju,“ sagði hún í viðtali fyrir nokkrum árum.