Bandaríski grínistinn Louie Anderson er látinn, 68 ára að aldri. Anderson var hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Coming to America og Ferris Bueller's Day off.
Hann lést úr krabbameini í Las Vegas á föstudag.
Anderson hlaut Emmy-verðlaunin árið 2016 fyrir hlutverk sitt í Baskets auk þess sem hann hafði tvisvar áður fengið tilnefningu til verðlaunanna.
Anderson skrifaði einnig fjölmargar bækur á ferli sínum, meðal annars bókina Dear Dad sem fjallar um samband leikarans við föður sinn, sem var alkóhólisti.
Anderson var fæddur og uppalinn í Saint Paul í Minnesotaríki og hóf feril sinn sem grínisti árið 1984.