Britain's Got Talent-dómari fékk gula spjaldið

David Walliams hefur verið áminntur í starfi fyrir ósmekklega hegðun.
David Walliams hefur verið áminntur í starfi fyrir ósmekklega hegðun. Skjáskot/Instagram

Breski grínistinn og Britain's Got Talent-dómarinn David Walliams hefur verið áminntur í starfi sínu sem dómari í þáttunum. 

Walliams þykir hafa hegðað sér með einkennilegum hætti í áheyrnarprufunum sem nú fara fram fyrir komandi þáttaröð. Er hann sagður hafa berað sig fyrir framan áhorfendur og samstarfsmenn með því að klæða sig úr skyrtunni og leika sér í kjölfarið að geirvörtum sínum. Því næst er hann sagður hafa stungið fingri inn um klaufina á buxunum sem hann klæddist og gert sig líklegan til að afhjúpa fleira en bara geirvörturnar. 

Walliams sat við hlið yfirdómarans, Simons Cowells, sem hneykslaðist á uppátækinu. Samkvæmt frétt frá Daily Mail hefur þeim áður sinnast vegna brandara sem Walliams sagði og Cowell þótti ósmekklegur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir