Leikaraparið Emma Roberts og Garrett Hedlund eru hætt saman eftir tæplega þriggja ára samband. Sögusagnir eru á kreiki um að samband parsins hafi verið stirt undanfarna mánuði en fyrir aðeins þremur vikum héldu þau upp á fyrsta afmæli sonar síns Rhodes.
Roberts og Hedlund hafa verið saman frá árinu 2019. Þau tilkynntu að von væri á barni í ágúst 2020 og litla stúlkan kom í heiminn jólin 2020.
Árið byrjar ekki vel hjá Hedlund en kona hefur höfðað mál gegn honum fyrir að aka á hana og dóttur hana. Segir konan hann hafa farið ógætilega í umferðinni þegar hann var meðvitundarlaus af drykkju bak við stýrið á bíl sínum, fór yfir á rauðu ljósi og keyrt á þær.