Thierry Mugler látinn 73 ára að aldri

Thierry Mugler.
Thierry Mugler. AFP

Franski tískuhönnuðurinn Thierry Mugler er látinn 73 ára að aldri að því er greint er frá á samfélagsmiðlareikningum hans.

Mugler var þekktur fyrir klæðnað sinn sem gjarnan var breiður og mikill yfir axlirnar og innblásinn af tísku eftirstríðsáranna, eins og segir í andlátsfregn á BBC.

Stjörnur á borð við David Bowie og Lady Gaga klæddust fötum eftir Mugler og hann hannaði margan búninginn fyrir Beyoncé og hannaði víðfrægan kjól Kim Kardashian fyrir Met Gala-hátíðina árið 2019.

Á síðari árum varð Mugler svo þekktur fyrir ilmvötn sem seld voru í hans nafni, Angel og Alien.

Í færslu á instagramreikningi Muglers er honum lýst sem hugsjónarmanni með ímyndunarafl sem valdefldi fólk um allan heim.

Umboðsmaður Muglers sagði við AFP að andlátið hafi borið að með náttúrulegum orsökum.

Kim Kardashian í kjól Muglers á Met Gala 2019. Við …
Kim Kardashian í kjól Muglers á Met Gala 2019. Við hlið hennar stendur fyrrverandi eiginmaður hennar, Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup