Elton John með Covid og aflýsir

Elton John stígur á stokk á óskarsverðlaunaafhendingunni árið 2020.
Elton John stígur á stokk á óskarsverðlaunaafhendingunni árið 2020. AFP

Söngvarinn Elton John greindist með kórónuveirusmit og hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í Dallas.

Elton er við góða heilsu og finnur bara fyrir vægum einkennum en hann er fullbólusettur og með örvunarskammt að því er fram kemur í frétt AP um málið.

Tónleikarnir áttu að fara fram í kvöld og á morgun en aðdáendur þurfa nú að bíða eftir því að ný dagsetning verði kynnt. Næstu borgir á ferðalaginu eru Houston, Chicago, Detroit, Toronto, New York og Miami.

Eftir nokkurt hlé hófst Farewell Yellow Brick Road-tónleikaferðalag Eltons aftur þann 19. Janúar í New Orleans. Tónleikaferðalagið á að vera það síðasta á löngum og farsælum ferli söngvarans og mun standa til 2023 en það hófst 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup