Söngvarinn Elton John greindist með kórónuveirusmit og hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í Dallas.
Elton er við góða heilsu og finnur bara fyrir vægum einkennum en hann er fullbólusettur og með örvunarskammt að því er fram kemur í frétt AP um málið.
Tónleikarnir áttu að fara fram í kvöld og á morgun en aðdáendur þurfa nú að bíða eftir því að ný dagsetning verði kynnt. Næstu borgir á ferðalaginu eru Houston, Chicago, Detroit, Toronto, New York og Miami.
Eftir nokkurt hlé hófst Farewell Yellow Brick Road-tónleikaferðalag Eltons aftur þann 19. Janúar í New Orleans. Tónleikaferðalagið á að vera það síðasta á löngum og farsælum ferli söngvarans og mun standa til 2023 en það hófst 2018.