Eru ólík og verja litlum tíma saman

Donald og Melania Trump áttu 17 ára brúðkaupsafmæli um síðustu …
Donald og Melania Trump áttu 17 ára brúðkaupsafmæli um síðustu helgi. AFP

Don­ald og Mel­ania Trump, fyrr­ver­andi for­seta­hjón Banda­ríkj­anna, fögnuðu 17 ára brúðkaup­saf­mæli á laug­ar­dag­inn og gerðu ekki ráð fyr­ir að gera mikið úr tíma­mót­un­um. Hjón­in líta ekki beint út fyr­ir að verða ást­fangn­ari með hverju ár­inu.

Margt hef­ur breyst síðan Don­ald og Mel­ania Trump giftu sig hinn 22. janú­ar 2005 í Miami. Gert var ráð fyr­ir að hjón­in borðuðu kvöld­mat sam­an á brúðkaup­saf­mæl­inu en ann­ars gera þau lítið sam­an og verja litl­um tíma sam­an. Ku hjón­un­um semja eins vel og við er að bú­ast miðað við hversu ólík þau eru að því er fram kem­ur á vef People.

„Hún mæt­ir á viðburði með Don­ald við ákveðin til­efni en ver mest­öll­um tíma sín­um með fjöl­skyld­unni,“ sagði einn heim­ild­armaður. „Svona lif­ir hún sínu lífi og hún kann vel við það, sér­stak­lega í Palm Beach.“ Þegar átt er við fjöl­skyldu Mel­aniu er átt við einka­son­inn Barron Trump, for­eldra henn­ar og syst­ur. 

Hjón­in eru ham­ingju­söm með flutn­ing­inn til Miami. „Bæði eru mjög ham­ingju­söm í Palm Beach,“ sagði annn­ar heim­ild­armaður. „Þau eiga heima í Mar-a-Lago og gætu ekki verið ánægðari með það,“ sagði heim­ild­armaður. „Þau sakna ekki New York.“ 

„Don­ald spil­ar golf reglu­lega með stjórn­mála­mönn­um sem fljúga niður eft­ir sem og vin­um úr klúbbn­um og Mel­ania held­ur sér upp­tek­inni með fjöl­skyldu sinni, í heilsu­lind­inni í Mar-a-Lago, fyr­ir­tækj­um sín­um og góðgerðar­starfi.“ 

Ann­ar heim­ild­armaður greindi frá því að hjón­in ætluðu bara að vera heima á brúðkaup­saf­mæl­inu. Þrátt fyr­ir að Mel­ania Trump forðist sviðsljósið er hún sögð vera að vinna að spenn­andi verk­efni. 

„Mel­ania hef­ur áhuga á tísku og lang­ar að gera eitt­hvað sem hún græðir pen­inga á,“ sagði ann­ar heim­ild­armaður. „Þótt Mel­ania sé hljóðlát og það fari lítið fyr­ir henni þá hef­ur hún skoðanir og ger­ir það sem hana lang­ar til, jafn­vel þótt aðrir skilji það ekki.“

Margt hefur breyst síðan hjónin gengu í hjónaband árið 2005.
Margt hef­ur breyst síðan hjón­in gengu í hjóna­band árið 2005. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell