Laus allra mála eftir kossinn örlagaríka

Ricard Gere með Shilpu Shetty í fanginu á viðburðinum árið …
Ricard Gere með Shilpu Shetty í fanginu á viðburðinum árið 2007. AFP

Dómari í Indlandi hefur látið ákæru um klámfengna hegðun leikkonunnar Shilpa Shetty niður falla, 15 árum eftir að leikarinn Richard Gere smellti kossi á leikkonuna. 

Atvikið átti sér stað á tónleikum til að vekja athygli á alnæmi í Delí árið 2007. Tók þar Gere leikkonuna í fang sér og smellti á hana kossi. Á þeim tíma var athæfi Gere mótmælt harðlega af trúarhópum hindúa sem sögðu athæfið móðgun við indversk gildi.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar gegn Shetty hafi ekki byggt á neinum rökum og að hún hafi verið fórnarlamb. Að kyssast á opinberum vettvangi er af mörgum talin ósæmileg hegðun í Indlandi. 

Kossinn klaufalegi hefur dregið dilk á eftir sér.
Kossinn klaufalegi hefur dregið dilk á eftir sér. STR

Skömmu eftir atvikið árið 2007 baðst Gere afsökunar á því að hafa tekið hana í fang sér. Hann hafi aðeins verið að reyna að sýna að kossar væru öruggir og að HIV-veiran smitaðist ekki með kossum. 

Handtökuheimild var gefin út á hendur Gere skömmu eftir atburðinn en hæsti réttur landsins ógildi heimildina. Það hins vegar ekki fyrr en nú í janúar, tæpum 15 árum seinna, að ákæran á hendur Shetty var látin niður falla. 

Mál Shetty hefur velkst um í indverska dómskerfinu öll þessi ár en lögmenn hennar hafa staðið fast á því að ekki væri hægt að kenna henni um kossinn örlagaríka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal