Barmurinn ekki tryggður

Dolly Parton lét ekki tryggja brjóst sín, þó hún væri …
Dolly Parton lét ekki tryggja brjóst sín, þó hún væri fræg fyrir stóran barminn. AFP

Sögusagnir þess efnis að tónlistarkonan Dolly Parton hafi tryggt brjóst sín eru ekki sannar. Parton sagðist eitt sinn hafa grínast með það en ekki látið af því verða. 

Tryggingar líkamsparta voru til umræðu í Today With Hoda & Jenna á dögunum og þar spurði stjórnandinn Hoda Kotb hvort það væri rétt að Parton hefði tryggt brjóstin. Brjóstin komu til tals vegna ummæla fyrirsætunnar Heidi Klum um að hún hefði látið tryggja fótleggi sína. 

„Það er ekki satt. Fyrir mörgum árum, var það Betty Grable, eða einhver af þessum frægu stjörnum sem var rosalega fræg fyrir fótleggi sína? Á þeim tíma sagði ég, ætti ég kannski að tryggja brjóstin mín, þar sem ég væri fræg fyrir þau. En það var bara brandari, ég gerði það ekki,“ sagði Parton. 

„Á meðan ég man, þá getur maður fengið sér ný brjóst, en maður getur ekki fengið sér nýja fótleggi,“ sagði Parton. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal