Bingófjörið með þeim Sigga Gunnars og Evu Ruzu heldur göngu sinni áfram í kvöld. Sérstakur gestur kvöldsins verður söngkonan Klara Elias, betur þekkt sem Klara úr hljómsveitinni Nylon, sem gerði garðinn frægan á árum áður.
Vinningar kvöldsins eru algerlega trylltir fyrir heppna bingóþátttakendur en í aðalvinning er Samsung Galaxy snjallúr sem öllum langar til að eignast. Vinningastjórinn Eva Ruza kynnir alla glæsilegu vinningana fyrir þátttakendum með stakri snilld en þú getur skyggnst á bak við tjöldin með því að horfa á myndskeiðið hér að neðan.
Bein útsending hefst kl. 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans. Leikreglur, bingóspjöld og beina útsendingu má nálgast með því að smella hér.