Danir fjalla um reiði Íslendinga

Reiði Íslendinga er til umfjöllunar í dönskum miðlum í dag.
Reiði Íslendinga er til umfjöllunar í dönskum miðlum í dag. Samsett mynd

Danskir fjölmiðlar hafa ekki látið reiði Íslendinga á samfélagsmiðlum fara framhjá sér eftir leik Dana gegn Frakklandi í gær. Samfélagsmiðlar loguðu í gærkvöldi eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Frakklandi á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Ungverjalandi um þessar mundir.

Ísland treysti á sigur Dana gegn Frökkum til þess að komast upp úr milliriðlinum og áfram í undanúrslit. Danir töpuðu hins vegar leiknum og því Frakkland á leið í undanúrslit en Ísland keppir um 5. sætið við Noreg á morgun. 

Líkt og mbl.is fjallaði um í gær létu Íslendingar reiði sína í ljós á samfélagsmiðlum og nú hafa Danir fengið skilaboðin. Í hinu danska Ekstrabladet í dag er fjallað um tístin. Þá vekur tíst þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar, sérstaka athygli en hann birti skjáskot af tillögu að þingslályktun þess efnis að láta fjarlægja kórónu Kristjáns 9. af burst Alþingishússins og koma fyrir íslenskri merkingu. TV2 fjallaði einnig um tíst Björns Levís. 

Ekstrabladet tók einnig saman fleiri tíst þar sem Íslendingar létu reiði sína í ljós. Þar á meðal eru tíst um að hætta eigi að kenna dönsku á Íslandi, fólki sé óglatt, það eigi að rifta allri samvinnu á milli Danmerkur og Íslands og gefa út stríðsyfrlýsingu.

TV2 fjallaði einnig um umfjöllun íslenskra fjölmiðla í gærkvöldi í beinni lýsingu sinni af leiknum. 

Skjáskot/TV2
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach