Home Alone-stjarnan Macaulay Culkin og leikkonan Brenda Song eru trúlofuð. Parið hefur verið saman í fjögur ár og eignaðist sitt fyrsta barn saman í apríl. Stjörnurnar er ótrúlega hamingjusamar og er þetta fullkomið skref fyrir þau sem fjölskyldu.
„Trúlofun Macaulay og Brendu gerðist á fullkomnum tíma fyrir parið sem heldur sig út af fyrir sig,“ sagði heimildarmaður People sem þekkir til. „Síðan að Dakota kom í heiminn hafa Macaulay og Brenda elskað að vera fjölskylda.“
Song sást með demantshring í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudaginn. Trúlofunin var náttúrulegt skref fyrir þau. „Þau eru spennt fyrir framtíð sinni saman,“ sagði heimildarmaðurinn.
Culkin og Song kynntust þegar léku saman í myndinni Changeland. Þau sáust fyrst saman í júlí 2017 þegar þau fengu sér kvöldmat saman á ítölskum veitingastað í Los Angeles. Þrátt fyrir frægðina hafa þau náð að halda sambandinu út af fyrir sig.