Snæddu með næstríkasta manni heims

Kim Kardashian West og Pete Davidson voru gestir á heimili …
Kim Kardashian West og Pete Davidson voru gestir á heimili Jeff Bezos á dögunum. Samsett mynd

Hið lukkulega par, athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson, var á meðal gesta í kvöldverðarboði á heimili milljarðamæringsins Jeffs Bezos á þriðjudag. Parið ók saman að heimili hans, dvaldi þar í nokkrar klukkustundir og sást síðan á hóteli í Beverly Hills í Los Angeles þar sem Davidson dvelur.

Kardashian og Davidson hafa varið miklum tíma saman undanfarnar vikur en þau sáust meðal annars haldast í hendur fyrir utan pítsustaðinn Jon & Vinny's í miðborg Los Angeles nýverið.

Kardashian hefur verið úti um hvippinn og hvappinn þessa vikuna. Á mánudag fékk hún sér kaffi með Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, og dóttur hennar og Bills Clintons, Chelsea. Fóru konurnar þrjár í kaffi á Hot & Cool-kaffihúsið í Canoga-garði. Samkvæmt People var fundur þeirra Kardashian og Clinton-mæðgna um væntanlega seríu á Apple TV+. 

Þættirnir sem eru í bígerð kallast Gutsy Women og er byggð á bók þeirra Clinton-mæðgna, The Book of Gutsy Women: Favorite Stories of Courage and Resilience.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal