Enn langt í land hjá prinsessunni

Charlene Mónakó prinsessa
Charlene Mónakó prinsessa AFP

Enn er langt í land að Charlene prinsessa nái fullri heilsu. Þetta segja talsmenn hallarinnar í Mónakó. Hún mun því ekki sjást á opinberum vettvangi á næstunni.

„Bataferli prinsessunnar gengur vel og hún sýnir góðar framfarir,“ er sagt í tilkynningu frá höllinni. „Batinn mun þó taka fjölmargar vikur og hún mun ekki geta verið viðstödd hátíðarhöld Sainte Dévote í ár. Um leið og hún fær heilsu á ný mun hún með glöðu geði fagna á ný með íbúum Mónakó. Þangað til biðjum við áfram um að einkalíf hennar og fjölskyldu hennar sé virt.“

Síðasta ár var mjög erfitt fyrir Charlene prinsessu. Hún var föst í Suður Afríku í fleiri mánuði á meðan hún gekkst undir ýmsar aðgerðir í tanngarði og glímdi við erfiðar sýkingar í ennisholum. 

Charlene sneri aftur til Mónkaó í nóvember en hefur síðan þá dvalið á heilsuhæli utan Mónakó, líklegast í Sviss. Sagði höllin að hún væri uppgefin á sál og líkama.

Margir hafa haldið því fram að hjónaband hennar og Alberts standi á brauðfótum en hann hefur neitað þeim orðrómi staðfastlega. Sagt er að fjölskyldan sé dugleg að tala saman í síma og að Albert prins hafi nokkrum sinnum heimsótt Charlene á heilsuhælið.

Charlene prinsessa við komuna til Mónakó í nóvember síðastliðnum. Hún …
Charlene prinsessa við komuna til Mónakó í nóvember síðastliðnum. Hún dvaldi stutt og fór strax á heilsuhæli einhvers staðar í Evrópu þar sem hún dvelur enn. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup